Skip to main content

Húðfyllingarefni

Meðferð gegn hrukkum og áberandi fellingum

Húðfyllingarefni (fillerar) er eitt meðferðarúrræða gegn hrukkum og áberandi fellingum.
Til eru margar ástæður fyrir myndun hrukka, t.d. öldrun húðar, áhrif sólar og reykingar.

 

Af hverju húðfyllingarefni?

  • Við notum aðeins hágæða húðfyllingarefni með hýalúrónsýru sem hafa langan endingartíma
  • Þau eru ekki framandi líkamanum því hýalúrónsýra er meginuppistaða millifrumuefnis leðurhúðarinnar
  • Allar meðferðir eru framkvæmdar af sérfræðilækni

Hvernig bóka ég meðferð húðfyllingarefna?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Húðfyllingarefni (fylliefni, húðfylliefni eða filler)

Huga þarf að mörgu áður en sérfræðilæknir setur húðfyllingarefni í hrukkur, áberandi fellingar, varir eða kinnar. Þú ættir að gera sömu kröfur og til skurðaðgerðar. Þekkja þarf vel til líffærafræði húðarinnar, þekking þarf að vera til staðar varðandi efnisval, framkvæmd og eftirfylgni. Íhuga þarf annað meðferðarval svo sem húðlaser, ELOS eða toxin sem gæti átt betur við í þínu tilfelli. Sumar meðferðir sem við framkvæmum er vegna húðfyllingarefna sem hefur verið ranglega fyrirkomið í húð manna af reynslulausum meðferðaraðilum.

Oft er erfitt fyrir fólk að átta sig á hrukkum, áberandi fellingum og rýrnun húðar því þetta kemur hægt og rólega fram. Við gerum okkur einfaldlega ekki grein fyrir litlum mun á milli daga þegar við horfum daglega í spegil. Það er ekki fyrr en verulegar breytingar hafa orðið sem við tökum eftir þeim.

Hvað er hrukka og áberandi „felling“?

Hrukka er sýnileg lína í húðinni. Í fyrstu er hún fíngerð (fine line) en síðar getur hún orðið dýpri og meira áberandi (rhytid eða wrinkle).

Áberandi „felling“ getur verið felling á stað þar sem fellingar hafa tilhneigingu til að myndast almennt hjá fólki eða felling sem myndast annars staðar með tímanum.

Fellingar milli nefs og munnvika, út frá munnvikum og á höku.

Fyllingarefni í kinnum til að auka aðeins fyrirferð þeirra. Einnig hefur fyllingarefni verið sett í fellingar út frá munnvikum og í höku..

Hrukkur á enni og fellingar milli nefs og munnvika. Einnig hefur meðferð verið gefin í kinnar.

Fellingar milli augna, enni, kinnar og haka, einnig er dregið úr fellingum milli nefs og munnvika.

Kinnar og haka.

Kinnar og haka.

Fellingar milli augabrúna

Fellingar milli augabrúna, milli nefs og munnvika og út frá munnvikum. Einnig hefur verið meðhöndlað í kinnum.

Fellingar milli nefs og munnvika, og kinnar.

Fellingar milli nefs og munnvika, einnig er sett fyllingarefni í enni, kinnar og höku.

Kinnar og haka. Einnig fellingar milli augna og frá nefi að munnvikum og út frá þeim.

Kinnar. Einnig eru meðhöndlaðar fellingar milli nefs og munnvika.

Fellingar milli nefs og munnvika, og hrukkur í kinnum.

Ástæður hrukkna og áberandi fellinga

Meðal þátta sem eru álitnir geta legið að baki hrukkum og áberandi fellingum má nefna:

Öldrun húðar án utanaðkomandi þátta (intrinsic agening)

Aldur leiðir til visnunar leðurhúðarinnar (dermis) með tapi á kollageni, vökvatapi og hrörnunar á elastísku neti.

Öldrun húðar vegna utanaðkomandi þátta (extrinsic agening)

Sól: Sólin eykur elastínefni leðurhúðar og fitulag húðarinnar minnkar.

Greinar

Reykingar: Reykingar eru álitnar hraða öldrun húðarinnar mögulega vegna áhrifa á kollagen (collagen). Vel þekktar eru svokallaðar reykingahrukkur í kringum brúnir vara (Smoker´s wrinkles).

Vöðvahreyfing

Áberandi fellingar og hrukkur (dynamic wrinkles) geta myndast í húðinni vegna endurtekinna hreyfinga vöðva svo sem andlitsvöðva. Grettur og kækir geta ýtt undir myndun þeirra.

Aðdráttarafl jarðar

Áberandi fellingar og hrukkur (static wrinkles) geta myndast í húðinni vegna aðdráttarafls jarðar sem togar okkur niður á jörðina. Ef það væri ekki til staðar myndum við svífa líkt og geimfarar úti í geimnum. Þetta aðdráttarafl veldur togi í húðinni og getur þannig orsakað hrukkur og áberandi fellingar.

Kjálkahúðsig (jowls) er álitið framkallast vegna slakrar húðar og aðdráttarafls sem togar húðina niður.

Hrukkur vegna vöðvahreyfinga geta orðið að hrukkum vegna aðdráttarafls þegar húðinni tekst ekki lengur að fara aftur í fyrri stöðu við vöðvaslökun.

Hvað er húðfyllingarefni?

Húðfyllingarefni er efni sem komið er fyrir í húð manna hvar sem er á líkamanum þar sem vefur er rýr.

Hvar myndast þetta helst og hvar eru húðfyllingarefni helst notuð?

Talað er um hrukkur eftir staðsetningu. Þannig er talað um ennishrukkur (forehead wrinkles), hrukkur vegna áhyggja milli augabrúna (worry lines), krákufætur út frá augum (crow´s feet), kanínulínur ofan á nefi (bunny lines) og hláturslínur í kringum nef og varir (laugh lines).

Algengir staðir fyrir myndun fellinga (folds) sem trufla fólk eru á milli augna og frá nefvængjum að munnvikum en þó trúlega mest frá munnvikum lóðrétt niður á höku (marionette folds) því þær fellingar framkalla oft fýlusvip. Stundum eru staðir utan andlits einnig truflandi, svo sem fellingar yfir bringubeini (décolettage) eða á hálsi.

Greinar

Rýr húð hvar sem er getur verið pirrandi, t.d. geta varir orðið mjög flatar, kinnar orðið kinnfiskasognar, húð rýrnað á handarbökum, áberandi sinar komið fram á hálsi, á brjósti og rassi.

Greinar

Nánari fræðslu má finna á:

Myndband

Greinar

Hvaða tegundir húðfyllingarefna eru til?

Tvær megintegundir eru til af fylliefnum:

Niðurbrjótanleg húðfyllingarefni (biodegradeable fillers)

Þessi efni brotna niður með tímanum. Í leðurhúðinni er millifrumuefni (extracellular matrix) sem er að mestum hluta hýalúrónsýra. Húðfyllingarefni af þessari gerð eru stabíliseruð hlaup hýalúrónsýru sem eru ekki unnin úr dýrum. Þannig er ekki um að ræða efni sem eru mjög framandi líkamanum og því er ofnæmi mjög óvanalegt.  Þessi efni hafa verið á markaði í marga áratugi og óteljandi meðferðir farið fram um allan heim.

Það eru til fjölmargir framleiðendur húðfyllingarefna í heiminum. Til eru einnig niðurbrjótanleg húðfyllingarefni sem innihalda kalsíum hydroxylapatite (calcium hydroxylapatite).

Lyfja- og matvælastofnum Bandaríkjanna (FDA eða Food and drug administration) hefur viðurkennt hyalúrónsýru húðfyllingarefni frá ákveðnum framleiðendum (Tilvísun: Fegrunarlæknaráð Bandaríkjanna (American Board of Cosmetic Surgery), sjá nánar hér):

Varanleg húðfyllingarefni (permanent fillers)

Til er lyf sem unnt er að fá með sérstakri undanþágu Lyfjastofnunar sem kallast hyaluronidase. Það er notað til að leysa upp húðfyllingarefni með hýalúrónsýru sem hafnað hafa á óæskilegum stað svo sem með að því valda þrýstingi á æðar eða taugar. Galli við varanleg húðfyllingarefni er að slíkt uppleysilyf er ekki til og því getur reynst erfitt að fjarlægja þau ef það reynist nauðsynlegt t.d. vegna þrýstings eða ofnæmis. Stundum væri einnig æskilegt að geta fjarlægt slík efni síðar því þau aðlagast ekki aldursbreytingum sem geta orðið á meðferðarsvæðinu og skapað útlitslegt vandamál.

Hverjir framkvæma meðferðir?

Í BYRJUN VAR NOTKUN HÚÐFYLLINGAREFNA TAKMÖRKUÐ VIÐ LÆKNA EN SÍÐAR ER MARKAÐUR STÆKKAÐI MEÐ MIKILLI ASÍUFRAMLEIÐSLU VORU EKKI NÆGJANLEGA MARGIR LÆKNAR TIL AÐ TAKA ÞÁTT OG ÞANNIG KÖLLUÐU FRAMLEIÐENDUR Á HVERN SEM VAR TIL AÐ NOTA ÞAU.

Í DANMÖRKU ER EINGÖNGU LÆKNUM MEÐ LÆKNINGALEYFI OG MEÐ STAÐFESTA HÆFNI HEIMILT AÐ NOTA HÚÐFYLLINGAREFNI. SUMS STAÐAR ER SLAKAÐ Á KRÖFUM VEGNA SKORTS Á LÆKNUM SEM FRAMKVÆMA MEÐFERÐIR MEÐ HÚÐFYLLINGAREFNUM.

Fegrunarlæknaráð Bandaríkjanna (American Board of Cosmetic Surgery) ráðleggur m.a. eftirfarandi varðandi húðfyllingarefni:

  • Þegar þú velur meðferðaraðila skaltu framkvæma sams konar skoðun og þá sem þú myndir gera ef þú ætlaðir í skurðaðgerð.
  • Meðferð með fylliefnum í húð er læknismeðferð sem krefur sérstakrar þjálfunar, þekkingar og hæfni til að tryggja örugga meðferð og eðlilegt útlit eftir hana.
  • Veldu meðferðaraðila með mikla þekkingu í líffærafræði andlits og þann sem hefur gott fagurfræðilegt auga, færni og sem er nákvæmur.
  • Tryggðu að meðferðaraðili hafi þekkingu í fegrunarlækningum svo og þjálfun og verulega reynslu í meðferð með fylliefni í húð.

Hér er myndband frá Húðlæknasamtökum Bandaríkjanna (American Academy of Dermatology) um hvað þú ættir að hugleiða áður en þú færð meðferð með húðfyllingarefni.

Hér er fræðsla frá Samtökum bandarískra húðskurðlækna (American Society for Dermatologic Surgery).

Hluti meðferða sérfræðilækna felst í að leiðrétta skekkjur reynslulausra meðferðaraðila.

Er deyft fyrir meðferð?

Flest húðfyllingarefni eru með deyfilyfi í hlaupinu sem sprautað er inn í leðurhúðina. Sé það ekki til staðar og æskilegt að deyfa meðferðarsvæðið er hægt að gera það með deyfikremi fyrir meðferð. Þegar um varir er að ræða er stundum gerð svokölluð leiðsludeyfing í munnhol.

Meðferðir með húðfyllingarefnum taka oft milli 30-60 mínútur eftir umfangi. Mikla þekkingu þarf á efnum, reynslu og þjálfun til að þetta takist vel.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma strax fram en sé væg bólga til staðar þarf hún fyrst að gefa sig.

Niðurbrjótanleg húðfyllingarefni brotna hægt og rólega niður, oft á 6 mán. til 2 árum. Bætt er við húðfyllingarefnum í tímans rás. Restylane® framleiðandinn segir reynsluna hafa sýnt að endurteknar meðferðir auka verkunartímann. Þannig má vænta lengri tíma milli meðferða og minna magns húðfyllingarefnis með árunum en það fer þó eftir hve mikill slappleiki myndast í húðinni með árunum.

Stundum er hægt að ná fram aukaáhrifum af húðfyllingarefnum, svo sem við að lyfta upp munnvikum þegar við á.

Komi ekki til frekari meðferða með niðurbrjótanlegu fylliefni hverfa efnin úr húðinni eins og meðferð hafi aldrei átt sér stað.

Gallar niðurbrjótanlegra húðfyllingarefna

Meðferðir geta valdið minni háttar aukaverkunum svo sem stunguförum, vægri bólgu eða mari en allt þetta gengur fljótt yfir og hægt er að nota farða strax að lokinni meðferð. Ofnæmi er mjög óvanalegt.

Hvað annað er til ráða en húðfyllingarefni við hrukkum og áberandi fellingum?

SÉRFRÆÐILÆKNIR ÞARF AÐ META HVERT TILFELLI FYRIR SIG M.T.T. BESTU MÖGULEGU MEÐFERÐAR EÐA BLÖNDU MEÐFERÐA.

Alm. fræðsla m.a. varðandi laser:

Myndbönd

Greinar

Meðferðir með vöðvaslakandi efni:

Myndband

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út