Skip to main content

Fitufrysting

Við erum frumkvöðlar í fitufrystingu á Íslandi

Fitufrysting er aðferð þar sem hitastig fitufruma er tímabundið lækkað til að eyða fitu.
Fitufrysting er notuð til að móta líkamslínur á stöðum þar sem fitufellingar eru viðvarandi þrátt fyrir að viðkomandi sé í kjörþyngd. 

 

Af hverju fitufrysting?

  • Fitufrysting eyðir fitufrumum og fellingum
  • Sársaukalaus og áhættulítil meðferð
  • Stuttur biðtími í meðferð
  • Unnið undir eftirliti sérfræðilæknis

Hvernig bóka ég fitufrystingu?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Sem frumkvöðlar í fitufrystingu á Íslandi höfum við framkvæmt ansi margar meðferðir í gegnum árin. Okkar reynsla er að fitufrysting er mjög örugg í réttum höndum. Hún krefur þó sérfræðilækni um að meta gaumgæfilega hvern sjúkling fyrir meðferð til tryggja rétta og örugga meðferð. Til eru ástæður sem aftra fitufrystingu og í sumum tilfellum eiga aðrar aðferðir frekar við.

Hvað er til ráða?

Nokkrar aðferðir eru til sem vinna á fitu.

NAUÐSYNLEGT ER AÐ SÉRFRÆÐILÆKNIR METI HVAÐA MEÐFERÐ EIGI VIÐ Í HVERJU TILFELLI TIL AÐ TRYGGJA GÓÐAN ÁRANGUR. ÝMSAR LÆKNISFRÆÐILEGAR ÁSTÆÐUR GETA STAÐIÐ Í VEGI FYRIR MEÐFERÐ.

Í sumum tilfellum þarf að framkvæma læknisfræðilegar rannsóknir áður en til meðferðar kemur. Stundum er beitt ólíkum meðferðum á ólíkum svæðum og fyrir kemur að ólíkum meðferðum sé beitt á sama meðferðarsvæði samtímis til að tryggja eins góða árangur og unnt er.

Æskilegt er að beita aðferðum án þess að þurfa að fara inn í líkamann (non-invasive methods) ef unnt er.

Mögulegar meðferðir eru a.m.k.:

Fitufrysting

Hvað er fitufrysting?

Fitufrysting er aðferð þar sem hitastigi fitufruma er haldið tímabundið í -5°C til +5°C. Fitufrumurnar þola illa þetta hitastig og eyðast.

Hvernig datt mönnum þetta í hug?

Epstein og Oren birtu 1970 grein sem þeir kölluðu „fitubólga af völdum frostpinna“ (popsicle panniculitis) en um var að ræða tilfelli hjá ungbarni sem sogið hafði frostpinna og fengið skyndilegt fitudrep (transient fat necrosis) (Tilvísun í vísindagrein: Epstein DH Jr og Oren ME: Popsicle panniculitis. N Engl J Med. 1970 Apr 23;282(17):966-7.). Slík fitubólga vegna kulda er einnig þekkt fyrirbæri hjá fullorðnum. Þetta leiddi til þeirrar hugmyndar að fituríkir vefir væru móttækilegri fyrir kulda en vatnsríkir vefir í kringum fitufrumurnar. Það voru tveir húðlæknar, dr. Dieter Manstein og dr. R. Rox Anderson, við Harvard Medical School í Boston í Bandaríkjunum sem þróuðu þessa hugmynd áfram með það að markmiði að finna aðferð til að kæla frumurnar niður án þess að skaða aðrar frumur. Þannig varð fitufrysting til. Dr. Bolli Bjarnason hefur sótt þekkingu sína um fitufrystingu til Harvard frá þessum frumkvöðlum.

Gegn hvaða fitu er fitufrysting notuð?

Þessi aðferð er notuð í samfélagi sérfræðilækna til að móta líkamslínur (body sculpturing) þar sem fitufellingar haldast þrátt fyrir að fólk sé í kjörþyngd eða svo gott sem nálægt henni. Til að árangur sé vel sýnilegur gera margir sérfræðilæknar þá kröfu að líkamsþyngdarstuðull (BMI eða body mass index) sé 26 eða undir því gildi. Það er þó engin krafa um þetta en augljóslega verða áhrif minna sýnileg þeim mun meiri sem fitan er þó talsvert magn fitu gefi sig við meðferðina. Finna má reiknivél fyrir líkamsþyngdarstuðul hér http://www.mni.is/mni/calculations.aspx.

Sérfræðilæknir þarf að meta hvort fitufrysting sé vænlegt val við fituuppsöfnun svo sem á innanverðum lærum, hvort sem fitan myndar fellingar eða ekki og þá óháð líkamsþyngdarstuðli.

Hann þarf að íhuga aðrar aðferðir svo sem:

  • Hljóðfitueyðingu (Cavitation, high-intensity focused ultrasound (HIFU eða HIFUS), high-intensity low-freqency focused ultrasound eða focused ultrasound (FUS))

Myndband

Grein

 

Þegar fituuppsöfnun myndar ekki fellingar svo sem í appelsínuhúð geta aðrar aðferðir svo sem hljóðfitueyðing frekar átt við og í sumum tilfellum ELOS-Endermologie.

Myndband

Greinar

Fitufrysting er ekki leið til að létta sig.

Að hverju ber að huga fyrir og eftir meðferð?

Fara þarf fram læknisfræðilegt mat sérfræðilæknis til að:

  • Tryggja rétta meðferð m.t.t. árangurs. Stundum þarf að beita ólíkum meðferðum á ólík svæði og stundum fyrst einni meðferð og síðan annarri á sama svæði.
  • Tryggja öryggi þeirra sem koma í meðferð. Kanna þarf hvað liggur að baki fitusöfnuninni. Taka þarf sjúkra- og heilsufarssögu, framkvæma læknisfræðilega skoðun og fara yfir læknisfræðilega þætti sem geta staðið í vegi fyrir meðferð (contraindications). Aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar í réttum höndum en komi þær upp þarf sérfræðilæknir að sinna þeim strax. Þær geta kallað á lyfseðilsskyld lyf.
  • Roði t.d. vegna sólar verður að hafa gefið sig fullkomlega fyrir meðferð. Mælt er gegn notkun sólarbekkja á meðan á meðferð stendur og a.m.k. í viku eftir að mögulegur roði vegna meðferðarinnar hefur gefið sig.
  • Heit böð eru ekki æskileg á meðan roði gefur sig og sjálfan meðferðardaginn.

Hvernig fer meðferðin fram?

Til að aftra kali (frostbite) í húðinni eru frosthindrandi himnur (anti-freezing membranes) settar yfir fitufellingarnar. Meðferðarhausar sem hvor um sig innihalda 2 kæliplötur eru síðan settir yfir fellingarnar. Sog í meðferðarhausunum sýgur fitufellingarnar inn í meðferðarhausinn og kæliplöturnar komast þannig í snertingu við húðina sem er til meðferðar. Hæfileg kæling er sett á kæliplöturnar sem eru oft í snertingu við húðina í um eina klst.

Okkar búnaður hefur 2 meðferðarhausa sem meðhöndla þá 2 svæði samtímis. Margir búnaðir á markaðinum notast einöngu við einn meðferðarhaus. Á meðan á meðferð stendur er fylgst með að húðin ofkælist ekki til að aftra kali.

Við mælum með að fólk taki með sér lestrarefni eða fartölvu á meðan á meðferð stendur.

Hve langt er milli meðferða og hve margar meðferðir þarf?

Meðferð er endurtekin í nokkur skipti, þó ekki þéttar en mánaðarlega. Fjöldi meðferðarskipta fer eftir umfangi fitusvæða og staðsetningu en hann er einnig einstaklingsbundinn.

Hvers er að vænta af meðferð?

Þar sem fólk er fyrst metið af sérfræðilækni m.a. til að tryggja árangur hefur okkar reynsla verið mjög góð varðandi árangur. Hann kemur hægt og rólega eftir meðferð og er álitið að virkni sé til staðar í allt að 4-6 mánuði eftir meðferð.

Vísindasamfélagið hefur metið árangur fitufrystingar. Niðurstöður eru misjafnar eftir meðferðarstöðum en þær eru einnig hannaðar ólíkt sem torveldar samanburð. Yfirlitsvísindagrein þar sem tekinn hefur verð saman árangur rannsókna í heiminum hefur sýnt meðaltalsminnkun í ummáli (caliper measurements) eftir eina meðferð vera frá 14,67 – 28,5%. Til að fá fram hlutlægt mat (objective assessment) var stuðst við ómun (ultrasound) en þar sýndu rannsóknir fitu minnka um 10,3 – 25,5% (Vísindagrein: Ingargiola MJ et al.: Cryolipolysis for Fat Reduction and Body Contouring: Safety and Efficacy of Current Treatment Paradigms. Plast Reconstr Surg. 2015 Jun; 135(6): 1581–1590.).

Mælt er með samhliða líkamsrækt og viðeigandi mataræði þó meðferðin sem slík krefjist þess ekki.

Hvenær kemur árangurinn í ljós og hve lengi varir hann?

Vísindarannsókn bar saman árangur með ljósmyndum 5 árum fyrir og eftir meðferð. Árangur var varanlegur þrátt fyrir breytingar í líkamsþyngd (Tilvísun: Bernstein EF. Longitudinal evaluation of cryolipolysis efficacy: two case studies. J Cosmet Dermatol. 2013 Jun;12(2):149-52. doi: 10.1111/jocd.12036.).

Kostir meðferðar

Gallar meðferðar

  • Væg kuldatilfinning kemur fram í byrjun meðferðar sem hverfur mjög hratt vegna þess að kuldinn hefur fljótt deyfandi áhrif.
  • Roði getur komið fram en stendur stutt.
  • Til eru óvanalegri aukaverkanir sem standa tímabundið svo sem mar, bólga og vægur pirringur. Náladofi er þekktur en hann er mjög óvanaleg aukaverkun sem getur staðið í nokkrar vikur.

Skurðaðgerð

Hér er um tvennt að ræða:

Aðgerð gegn fitufellingum (tummy tuck)

Slík aðgerð getur átt við þegar fellingarnar eru það stórar að aðrar aðferðir svo sem kælifitueyðing, hljóðfitueyðing eða fitusog er of máttlítil aðferð gegn þeim.

Aðgerð til að minnka líkamsþyngd

Hér er um aðferðir að ræða sem minnka líkamsþyngd svo sem að fjarlægja hluta maga eða magaband.

Lasermeðferð

Þessi aðferð hefur verið reynd en enn sem komið er hún ekki eins lofandi og aðrar aðferðir sem byggja líka á að fara ekki inn í líkamann.

Meðferð við húðsliti vegna fitufellinga

Greinar

Fræðsla um fitufrystingu – kælifitueyðingu (Cryolipolysis):

Myndband

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út