Skip to main content

Ellivörtur

(Seborrhoeic keratosis)

Meðferðir gegn ellivörtum

Hvernig bóka ég meðferð gegn ellivörtum?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Frekari upplýsingar

Ellivörtur eru góðkynja húðæxli hyrnisfruma (keratinocytes) í húðþekjunni. Þær eru vel afmarkaðar og upphleyptar, oft sporöskjulaga eða kringlóttar. Þær geta verið húðlitar, brúnar og jafnvel svartar.

Þó svo að ungt fólk geti fengið ellivörtur þá eru þær algengari með aldrinum og á svæðum sem eru berskjölduð fyrir sól. Ekki hefur þó verið sýnt fram á tengsl myndunnar ellivarta við sólargeislun. Fram hafa komið hugmyndir um áhrif erfða á myndun þeirra.

Þessi mein verða ekki illkynja en geta valdið kláða og húðertingu er snertingar gætir t.d. við föt eða skartgripi.

Mikla reynslu þarf til að greina á milli þessara meina og annarra oft alvarlegra húðmeina ogmælum við því með greiningu allra húðbletta af læknum.

Hvað er til ráða?

Ýmsar leiðir eru til að fjarlægja þessi mein og er hér getið tveggja þeirra:

Sköfun

Sé um stök mein að ræða utan andlits er húðin skyndideyfð yfirleitt með köldum úða og meinið skafið af. Ef um tugi eða jafnvel hundruði meina er að ræða er notað deyfikrem í um tvær klukkustundir í senn. Meðan á deyfingu stendur þarf viðkomandi ekki að vistast hjá okkur. Að þeim tíma loknum er kremið fjarlægt og meinin skafin af. Mein í andliti eru yfirleitt deyfð, brennd léttilega á yfirborði og skafin af.

Frysting

Fljótandi köfnunarefni er notað til að fjarlægja þessi mein. Er því úðað á meinin sem gefa sig við það. Oft þarf nokkrar meðferðir.

Lasermeðferð

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af ellivörtum.

Sjá einnig greinina:

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út